Dularfullur hvaladauði á Grænlandi

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Grænlensk stjórnvöld eru ráðþrota gagnvart dularfullum hvaladauða úti fyrir vesturströndinni undanfarnar vikur. Í einu tilvikinu fundust átta hvalir dauðir úti fyrir þorpinu Nassutooq og dauðan hval rak á fjörur í firðinum Eqalugaarsuit.

Samkvæmt frétt Jyllands Posten eru nokkrar kenningar uppi um hvað gæti hafa valdið dauða hvalanna. Fyrir utan mögulegan sjúkdóm hafa árásir háhyrninga verið nefndar og einnig að hvalirnir hafi orðið fyrir olíumengun frá starfsemi olíuleitarfyrirtækja við strendur Grænlands. Hafa grænlensk stjórnvöld óskað eftir allri mögulegri aðstoð við að leita nánari skýringa á hvaladauðanum og m.a. kallað eftir myndum af hræjum sem finnast.

Á sumum þeirra hafa fundist línulegar rákir, með 2,5 cm millibili, sem grunur er uppi um að geti verið eftir árás háhyrninga en stjórnvöld hafa ekki viljað útiloka aðrar dánarorsakir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert