Ár frá olíulekanum

Enn eru mörg mál óleyst, tæpu ári eftir olíulekann úr olíuleiðslu BP olíufélagsins á Mexíkóflóa, sem er sá mesti í sögu Bandaríkjanna, en olía streymdi í hafið í 153 daga frá 20. apríl til 19. september í fyrra, eftir að olíuborpallur sprakk og sökk.

Ellefu manns létu lífið  vegna lekans og yfir fjórar milljónir tunna af olíu láku út í hafið. Íbúar við flóann reyna að byggja aftur upp ferðamennsku, en margir eru hræddir um að það geti reynst erfitt.

Talið er að BP hafi varið 42 milljarði Bandaríkjadollara vegna hreinsana og bótagreiðslna. En erfitt hefur reynst að meta umhverfisáhrif olíulekans.

Talsmaður Greenpeace segir að þó olíubrák liggi ekki lengur ofan á sjónum, þá sé hafið mettað af olíu; hún liggi á hafsbotni og lífverur sjávar neyti hennar í stórum stíl.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert