Kastró segir af sér

Fidel Castro
Fidel Castro Reuters

Fidel Kastró, aðalritari kommúnistaflokks Kúbu, hefur sagt af sér embætti. Við tekur bróðir hans, Raul. Þingfulltrúar búa sig undir að kjósa um breytingar á stjórnarskránni, sem lögleiða hömlur á lengd valdatíma æðstu ráðamanna landsins.

Kastró, sem er 84 ára, hefur verið aðalritari miðstjórnar Kommúnistaflokks Kúbu frá stofnun flokksins árið 1965.

Raul hefur verið forseti og haldið um stjórnartaumana í landinu frá árinu 2006 vegna heilsufars Fidels.

Stjórnmálaskýrendur eru áhugasamir um hver verður kosinn næstráðandi í flokknum, en sá yrði líklega eftirmaður Rauls, sem er 80 ára.

„Mér hefur hlotnast margvíslegur heiður. Ég átti aldrei von á að lifa svona lengi,“ sagði Castro af þessu tilefni.

Kúba á við margþættan efnahagsvanda að stríða, sem verið er að reyna að koma böndum . Meðal aðgerða sem grípa á til er stórfelld fækkun opinberra starf. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert