Kastró segir af sér

Fidel Castro
Fidel Castro Reuters

Fidel Kast­ró, aðal­rit­ari komm­ún­ista­flokks Kúbu, hef­ur sagt af sér embætti. Við tek­ur bróðir hans, Raul. Þing­full­trú­ar búa sig und­ir að kjósa um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni, sem lög­leiða höml­ur á lengd valda­tíma æðstu ráðamanna lands­ins.

Kast­ró, sem er 84 ára, hef­ur verið aðal­rit­ari miðstjórn­ar Komm­ún­ista­flokks Kúbu frá stofn­un flokks­ins árið 1965.

Raul hef­ur verið for­seti og haldið um stjórn­artaum­ana í land­inu frá ár­inu 2006 vegna heilsu­fars Fidels.

Stjórn­mála­skýrend­ur eru áhuga­sam­ir um hver verður kos­inn næ­stráðandi í flokkn­um, en sá yrði lík­lega eft­ir­maður Rauls, sem er 80 ára.

„Mér hef­ur hlotn­ast marg­vís­leg­ur heiður. Ég átti aldrei von á að lifa svona lengi,“ sagði Castro af þessu til­efni.

Kúba á við margþætt­an efna­hags­vanda að stríða, sem verið er að reyna að koma bönd­um . Meðal aðgerða sem grípa á til er stór­felld fækk­un op­in­berra starf. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert