Fidel Kastró, aðalritari kommúnistaflokks Kúbu, hefur sagt af sér embætti. Við tekur bróðir hans, Raul. Þingfulltrúar búa sig undir að kjósa um breytingar á stjórnarskránni, sem lögleiða hömlur á lengd valdatíma æðstu ráðamanna landsins.
Kastró, sem er 84 ára, hefur verið aðalritari miðstjórnar Kommúnistaflokks Kúbu frá stofnun flokksins árið 1965.
Raul hefur verið forseti og haldið um stjórnartaumana í landinu frá árinu 2006 vegna heilsufars Fidels.
Stjórnmálaskýrendur eru áhugasamir um hver verður kosinn næstráðandi í flokknum, en sá yrði líklega eftirmaður Rauls, sem er 80 ára.
„Mér hefur hlotnast margvíslegur heiður. Ég átti aldrei von á að lifa svona lengi,“ sagði Castro af þessu tilefni.
Kúba á við margþættan efnahagsvanda að stríða, sem verið er að reyna að koma böndum . Meðal aðgerða sem grípa á til er stórfelld fækkun opinberra starf.