Eyðileggingarmáttur festur á filmu

Skýstrókar hafa valdið mikilli eyðileggingu í miðvesturríkjum Bandaríkjanna á undanförnum dögum. Hópur manna komst mjög nálægt einum slíkum sem olli eyðileggingu á bóndabæ í Bowling Green í Missouri. Skýstrókurinn lagði m.a hús og tvær hlöður í rúst.

Fólk í nágrenninu kom saman á bænum í dag til að aðstoða við hreinsunarstörf.

Myndir af öðrum skýstrók, sem olli eyðileggingu á beitilandi í Carlinville í Illinois, náðust einnig á filmu.

Að minnsta kosti 45 létust í miklum óveðrum á þremur dögum í suðurhluta Bandaríkjanna í síðustu viku. Helmingur þeirra lést í Norður-Karólínu. Ekki hafa jafn margir látist þar af völdum óveðurs í rúm þrjú ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert