Forsetafrúin ekki í bráðri hættu

Flutningaflugvél af C-17 gerð, lík þeirri sem flaug á undan …
Flutningaflugvél af C-17 gerð, lík þeirri sem flaug á undan flugvél forsetafrúarinnar. STR

Bandarísk rannsóknarnefnd um samgönguöryggi (NTSB) hefur hafið opinbera rannsókn á atviki sem varð á mánudag. Þá þurfti flugvél Michelle Obama forsetafrúar skyndilega að hætta við lendingu vegna nálægðar við flutningaflugvél hersins.

Atvikið varð við Andrews flughervöllinn. Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að flugvélarnar hafi ekki verið í neinni hættu. Mikil ókyrrð skapast í kjölfari flugvéla og því hafa bandarísk flugmálayfirvöld sett reglur um lágmarks fjarlægð á milli flugvéla.

Flugumferðarstjórar á Andrews flugvelli sáu að flugvél forsetafrúarinnar var allt of nálægt stórri C-17 flutningaflugvélinni en tæplega 5 km skildu flugvélarnar að. Bilið á milli flugvéla á að vera um 8 km, samkvæmt frétt Washington Post.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert