Frakkar og Ítalir senda hernaðarráðgjafa til Líbíu

Uppreisnarmaður í Líbíu gengur fram hjá ónýtum skriðdreka í við …
Uppreisnarmaður í Líbíu gengur fram hjá ónýtum skriðdreka í við Ajdabiyah í Líbíu. Reuters

Frakk­ar og Ítal­ir hafa ákveðið að senda her­for­ingja til Líb­íu þar sem þeir munu veita upp­reisn­ar­mönn­um í land­inu ráð í bar­átt­unni við her­sveit­ir Múamm­ars Gaddafis Líb­íu­leiðtoga.

Frönsk yf­ir­völd segja að tæp­lega 10 her­for­ingj­ar verði send­ir til lands­ins. Að sögn ít­alskra yf­ir­valda verða ráðgjaf­arn­ir 10 tals­ins.

Í gær greindu bresk stjórn­völd frá því að þau myndu senda svipað teymi  til Beng­hazi.

Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa greint frá því að sveit­ir Gaddafis hafi notað klasa­sprengj­ur í átök­un­um í borg­inni Misrata. SÞ seg­ir að her­sveit­irn­ar hafi mögu­lega gerst sek­ar um alþjóðlega glæpi.

Navi Pillay, mann­rétt­inda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir að frétt­ir hafi borist af því að ein klasa­sprengja hafi sprungið um nokk­ur hundruð metra frá sjúkra­húsi í Misrata. Þá hafi einnig borist frétt­ir af því að eld­flaug­um hafi verið skotið á a.m.k. tvær heilsu­gæslu­stöðvar. Einnig að leyniskytt­ur hafi skotið á þær úr laun­sátri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka