Pútín vill fjölga Rússum

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands.
Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Reuters

Rússum hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Nú hefur Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, greint frá áformum rússneskra stjórnvalda sem vilja snúa vörn í sókn og fjölga landsmönnum.

Stjórnvöld ætla að verja um 1,5 milljarði rúblna (um 6.000 milljarðar kr.) til að fjölga fæðingum og auka lífslíkur almennings, að því er segir á vef BBC.

Pútín greindi frá fyrirætlunum í ræðu um efnahagsmál, er hann ávarpaði Dúmuna, neðri deild rússneska þingsins. 

Í mars á næsta ári fara fram forsetakosningar í landinu. Pútín hefur greint frá því að hann muni mögulega bjóða sig aftur fram til forseta. Það er hins vegar óljóst hvort núverandi forseti, Dimítrí Medvedev muni hleypa Pútín að. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert