Pútín vill fjölga Rússum

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands.
Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Reuters

Rúss­um hef­ur farið fækk­andi á und­an­förn­um árum. Nú hef­ur Vla­dimír Pútín, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands, greint frá áform­um rúss­neskra stjórn­valda sem vilja snúa vörn í sókn og fjölga lands­mönn­um.

Stjórn­völd ætla að verja um 1,5 millj­arði rúblna (um 6.000 millj­arðar kr.) til að fjölga fæðing­um og auka lífs­lík­ur al­menn­ings, að því er seg­ir á vef BBC.

Pútín greindi frá fyr­ir­ætl­un­um í ræðu um efna­hags­mál, er hann ávarpaði Dúmuna, neðri deild rúss­neska þings­ins. 

Í mars á næsta ári fara fram for­seta­kosn­ing­ar í land­inu. Pútín hef­ur greint frá því að hann muni mögu­lega bjóða sig aft­ur fram til for­seta. Það er hins veg­ar óljóst hvort nú­ver­andi for­seti, Dimítrí Med­vedev muni hleypa Pútín að. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert