Lögregla á Bretlandi leitar nú þeirra, sem sendu Neil Lennon, framkvæmdastjóra skoska knattspyrnufélagsins Celtic, og fleirum naglasprengjur í pósti.
Sprengur voru einnig sendar til Paul McBrides, þekkts skosks lögmanns, og til Trish Godmanþingmanns á skoska heimaþinginu. Þau eru bæð stuðningsmenn Celtic. Í pökkunum voru sprengiefni og naglar. Tveir pakkanna voru stöðvaðir á flokkunarstöðvum en pakkinn til Godman kom á skrifstofu hennar. Einkaritari hringdi á lögreglu vegna þess að naglar stóðu út úr pakkanum.
Lögregla telur hugsanlegt, að sá sem sendi sprengjurnar sé heitur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Glasgow Rangers.