Sendu framkvæmdastjóra Celtic naglasprengju

Neil Lennon.
Neil Lennon. Reuters

Lögregla á Bretlandi leitar nú þeirra, sem sendu Neil Lennon, framkvæmdastjóra skoska knattspyrnufélagsins Celtic, og fleirum naglasprengjur í pósti.

Sprengur voru einnig sendar til Paul McBrides, þekkts skosks lögmanns, og  til Trish Godmanþingmanns á skoska heimaþinginu. Þau eru bæð stuðningsmenn Celtic. Í pökkunum voru sprengiefni og naglar. Tveir pakkanna voru stöðvaðir á flokkunarstöðvum en pakkinn til Godman kom á skrifstofu hennar. Einkaritari  hringdi á lögreglu vegna þess að naglar stóðu út úr pakkanum.

Lögregla telur hugsanlegt, að sá sem sendi sprengjurnar sé heitur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Glasgow Rangers. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert