Bandarísk yfirvöld lögðu í dag á hilluna hið litakerfið sem notað hefur verið til að tákna þá hryðjuverkavá sem steðjar að landinu hverju sinni. Kerfið var tekið í notkun í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001.
Í gamla kerfinu voru hættustigin fimm, en í hinu nýja verða þau aðeins tvö - „aukin hætta,“ sem varar við líklegri ógn við Bandaríkin, og „yfirvofandi hætta,“ sem varar við líklegri, ákveðinni og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Þetta segir í tilkynningu frá ráðuneyti innanríkisöryggis (Department of Homeland Security).
Ráðuneytið fer þess á leit við almenning að hann hafi augun opin fyrir grunsamlegu athæfi, og hefur tekið upp slagorðið „Ef þú sérð eitthvað, segðu eitthvað.“
„Við vitum að besta fyrirkomulag öryggismála er það sem notast við bandarískan almenning sem lykilþátttakanda,“ sagði innanríkisörygissráðherrann, Janet Napolitano.
Sé staðan í dag metin út frá kerfunum tveimur væri hættustigið „aukið,“ eða gult, samkvæmt gamla kerfinu. Samkvæmt hinu nýja kerfið yrðu engar viðvaranir gefnar út.