Jarðskjálfti í Japan

Háhýsi í Tókýó.
Háhýsi í Tókýó. Reuters

Jörð skalf í austurhluta Japans í dag en þar varð öflugur jarðskjálfti, sem mældist sex stig. Hús hristust í Tókýó, höfuðborg landsins, en engar fréttir hafa borist um tjón.

Þá hefur ekki verið gefin út flóðbylgjuviðvörun.

Skjálftinn mældist á 70 km dýpi skammt frá héraðinu Chiba að sögn japönsku jarðvísindastofnunarinnar. Hann varð kl. 22:37 að staðartíma (13:37 að íslenskum tíma).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka