Senda ómannaðar vélar til Líbíu

Uppreisnarmenn skjóta eldflaugum í áttina að stjórnarhermönnum í Líbíu.
Uppreisnarmenn skjóta eldflaugum í áttina að stjórnarhermönnum í Líbíu. Reuters

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda mannlausar herflugvélar til Líbíu, sem munu aðstoða uppreisnarmenn í baráttunni við hersveitir Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu og sagði að þetta sé gert í samráði og með leyfi Barack Obama, forseta Bandaríkjanna.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt árásir stjórnarhermanna á óbreytta borgara, sem hún segir að séu grimmilegar. Þá segir hún fregnir af notkun hersveita Gaddafis klasasprengjum, sem beinist gegn saklausu fólki, veki hjá sér óhug.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert