Lést eftir Taser-rafstuð

Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu.
Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu. AP

Maður lét lífið í dag eft­ir að hafa verið skot­inn með Taser-raf­byssu við húsa­kynni Uni­versal kvik­mynda­vers­ins í Or­lando í Flórída-fylki Banda­ríkj­anna. Lög­reglumaður sem var ekki á vakt beitti vopn­inu.

Frá þessu seg­ir á vef BBC.

Adam Spencer John­son, 33 ára gam­all, er sagður hafa hagað sér illa þegar fimm lög­regluþjón­ar nálguðust hann. Þeim hafði borist ósk um aðstoð frá ör­ygg­is­vörðum vers­ins. Brugðið var á það ráð að gefa John­son raf­lost með Taser-byss­unni þar sem hann veitti mót­spyrnu þegar átti að hand­taka hann.

John­son féll til jarðar og var hand­tek­inn. Hann missti meðvit­und þar sem hann lá og svo kom í ljós að hann var dá­inn. Að sögn lög­reglu voru gerðar lífg­un­ar­tilraun­ir þegar hann missti meðvit­und.

„Hann var eig­in­lega að ganga um, gríp­andi í skegg sitt, hald­andi um höfuð sér og í hár sitt og þeir voru að reyna að ná sam­bandi við hann. Hann var með óspekt­ir,“ sagði Barb Jo­nes hjá borg­ar­lög­regl­unni í Or­lando.

Lög­reglu­menn­irn­ir sem viðriðnir voru hand­tök­una hafa verið leyst­ir tíma­bundið frá störf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert