Mótmæla eldsneytishækkunum

Mótmælendur hentu grjóti að bílum þeirra sem ekki lögðu niður …
Mótmælendur hentu grjóti að bílum þeirra sem ekki lögðu niður vinnu. Reuter

Ökumenn flutningabifreiða í Sjanghæ mótmæltu í morgun, þriðja daginn í röð, hækkandi eldsneytisverði, en mótmælin hafa að mestu leyti farið fram við stærstu flutningaskipahafnir borgarinnar. Hafa einhverjar tafir orðið á útflutningi í kjölfar mótmælanna.

Hundruðir bifreiðastjóranna lögðu niður vinnu í vikunni og hefur lögregla haft mikið eftirlit með þeim höfnum þar sem mótmælin fara fram en kallað er eftir því að gjaldskrá þeirra verði hækkuð til að mæta hækkandi eldsneytisverði, sem ákvarðað er af kínverskum yfirvöldum.

Ekkert hefur verið fjallað um mótmælin í kínversku pressunni, sem er einnig stjórnað af yfirvöldum, en óttast er að mótmælin muni breiðast út. Hefur meðal annars verið gripið til þess ráðs að lækka það gjald sem leigubílstjórar greiða til leigubílafyrirtækja, til að koma í veg fyrir mótmæli í þeirri stétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert