Hermenn í lið með mótmælendum

Jemenskir hermenn slógust í dag í lið með mótmælendum sem krefjast afsagnar Ali Abdullah Saleh, forseta Jemen. 

Mótmælendur fögnuðu þegar hermenn í fullum herklæðum blönduðu sér í þvöguna og tóku undir með slagorðum þeirra. Saleh boðaði nýlega breytingu á valdkerfinu sem þýðir að forsetinn sjálfur mun njóta friðhelgi og ekki verði hægt að sækja hann til saka. Samkvæmt lagabreytingunni verða mótmælin einnig bönnuð. 

Saleh hefur verið við völd í Jemen í 32 ár. Mótmæli gegn honum hafa nú staðið í þrjá mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert