Konan sem féll í sjóinn látin

Konan veiktist um borð í skemmtiferðaskipinu Ocean Countess.
Konan veiktist um borð í skemmtiferðaskipinu Ocean Countess.

Öldruð bresk kona sem norskir björgunarsveitarmenn misstu í sjóinn, þegar þeir voru að flytja hana úr skemmtiferðaskipi um borð í björgunarskip vegna veikinda, er látin. Konan, sem hét Janet Richardson og var 73 ára, var á leið til Noregs til að uppfylla þann draum sinn að sjá norðurljósin með eiginmanni sínum.

Á miðri siglingu með skemmtiferðaskipinu Ocean Countess, frá Hull til Noregs,  fékk hún innvortis blæðingar og var þá norska strandgæslan kölluð til að sækja hana. Þegar verið var að flytja hana á börum í björgunarskipið færðust skipin í sundur og hún féll í kaldan sjóinn, þar sem hún var í um 4 mínútur áður en henni var bjargað. Hún lést á sjúkrahúsi í Bretlandi. 

Lögreglan í Noregi hefur atvikið enn til rannsóknar.

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert