Api gengur laus í Danmörku

Berber api ásamt afkvæmi.
Berber api ásamt afkvæmi.

Óvenju­leg stað er kom­in upp í bæn­um Næst­ved á Suður-Sjálandi í Dan­mörku, þar sem 45 kílóa api geng­ur laus. Lög­regla tel­ur að fólki geti stafað ógn af ap­an­um, sem ber nafnið Big­foot eða Stór­fót­ur, og hef­ur því gefið út viðvör­un til al­menn­ings.

Ap­inn slapp úr einka­dýrag­arði í Skælskør. Hann er sagður af teg­und­inni ber­ber og er hann grá­brúnn að lit, um einn metri að hæð og veg­ur 45 kíló. Að sögn lög­regl­unn­ar í Næst­ved er hann hand­sterk­ur og með öfl­ug­ar tenn­ur. Lög­regl­an biður fólk því um að reyna ekki að hand­sama ap­ann eða króa það af ef það rekst á hann úti á götu, þar sem hann muni lík­lega reyna að verja sig og geti verið hættu­leg­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert