Api gengur laus í Danmörku

Berber api ásamt afkvæmi.
Berber api ásamt afkvæmi.

Óvenjuleg stað er komin upp í bænum Næstved á Suður-Sjálandi í Danmörku, þar sem 45 kílóa api gengur laus. Lögregla telur að fólki geti stafað ógn af apanum, sem ber nafnið Bigfoot eða Stórfótur, og hefur því gefið út viðvörun til almennings.

Apinn slapp úr einkadýragarði í Skælskør. Hann er sagður af tegundinni berber og er hann grábrúnn að lit, um einn metri að hæð og vegur 45 kíló. Að sögn lögreglunnar í Næstved er hann handsterkur og með öflugar tennur. Lögreglan biður fólk því um að reyna ekki að handsama apann eða króa það af ef það rekst á hann úti á götu, þar sem hann muni líklega reyna að verja sig og geti verið hættulegur.

Bigfoot er 8 ára gamall og hefur búið í Danmörku alla sína ævi. Eigandi hans segir að hann hafi alltaf verið geðgóður og glaður að eðlisfari, en fyrir mánuði missti hann móður sína og það kunni að vera ástæða þess að hann er nú lagður á flótta í örvæntingu. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert