Árás á höfuðstöðvar Gaddafi

Nato gerði í nótt loftárásir á höfuðstöðvar Muammar Gaddafi í Trípólí, höfuðborg Líbíu. Talsmaður stjórnvalda í Líbíu segir að 45 hafi særst, þar af 15 alvarlega. Hann fordæmdi árásina og sagði að gerð hefði verið tilraun til að myrða Gaddafi.

Tvær árásir voru gerðar á Bab al-Azizia þar sem Gaddafi hefur haft aðsetur. Árásirnar voru einhverjar þær öflugustu sem gerðar hafa verið á Trípólí. Útsendingar þriggja sjónvarpsstöðva duttu út í skamman tíma eftir árásirnar. 

BBC segir að svo virðist sem árás hafi verið gerð á sömu byggingu og Gaddafi notaði til að taka á móti sendinefnd Afríkubandalagsins fyrir skömmu, en hún reyndi að miðla málum í stríðinu.

Höfuðstöðvar Gaddafi sem urðu fyrir loftárás í nótt.
Höfuðstöðvar Gaddafi sem urðu fyrir loftárás í nótt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert