Carter til N-Kóreu

Jimmy Carter
Jimmy Carter AP

Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, von­ast eft­ir að eiga fund með Kim Jong Il, leiðtoga N-Kór­eu, í heim­sókn sinni til lands­ins, en Cart­er er í for­ystu fyr­ir sendi­nefnd sem er á leið til lands­ins. Með hon­um eru Martti Ahtisa­ari, fyrr­ver­andi for­seti Finn­lands, Gro Brund­t­land, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Nor­egs og Mary Robin­son, fyrr­ver­andi for­seti Írlands.

Cart­er hef­ur áður heim­sótt N-Kór­eu, en hann ætl­ar í ferðinni að ræða mat­ar­skort í land­inu og um kjarn­orku­mál. Ekk­ert hef­ur verið gefið út op­in­ber­lega um hverja hann kem­ur til með að hitta í ferðinni, en Cart­er sagði við blaðamenn í Kína að hann vildi gjarn­an ræða við Kim Jong Il og son hans Kim Jong Un, sem út­nefnd­ur hef­ur verið eft­ir­maður föður síns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert