Carter til N-Kóreu

Jimmy Carter
Jimmy Carter AP

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vonast eftir að eiga fund með Kim Jong Il, leiðtoga N-Kóreu, í heimsókn sinni til landsins, en Carter er í forystu fyrir sendinefnd sem er á leið til landsins. Með honum eru Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, Gro Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands.

Carter hefur áður heimsótt N-Kóreu, en hann ætlar í ferðinni að ræða matarskort í landinu og um kjarnorkumál. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um hverja hann kemur til með að hitta í ferðinni, en Carter sagði við blaðamenn í Kína að hann vildi gjarnan ræða við Kim Jong Il og son hans Kim Jong Un, sem útnefndur hefur verið eftirmaður föður síns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert