Lokuðu augunum fyrir misþyrmingum

Fangavörður stendur vaktina í fangabúðum Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu.
Fangavörður stendur vaktina í fangabúðum Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Reuters

Læknar og sálfræðingar á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sem áttu að gæta heilsu fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu, lokuðu augunum fyrir vísbendingum um pyntingar og illa meðferð. Þetta kemur fram í grein sem birtist í læknisfræðitímaritinu PloS Medicine.

Greinin birtist í kjölfar þess að mikill fjöldi leyniskjala voru birt í fjölmiðlum víða í heim, í samstarfi við WikiLeaks, og varpar enn skýrara ljósi á meðferð fanga í hinum alræmdu fangabúðum Bandaríkjamanna.

Höfundar greinarinnar spyrja hvort herlæknarnir hefðu getað gert meira til að bregðast við ummerkjum sem vekja hefðu átt grun um að fangarnir sættu illri meðferð.

Samkvæmt læknisskýrslum sýndu sumir fanganna skyndilega einkenni áfallastreitu (Post traumatic stress disorder). Þá heyrðu þeir sögur af kynferðislegri misnotkun, skrásettu auk þess beinbrot, mör og skurði án þess að velta fyrir sér tilurð einkennanna eða áverkanna.

„Læknarnir og heilbrigðisstarfsmennirnir sem meðhöndluðu fangana [...] brugðust því hlutverki sínu að rannsaka ástæður líkamlegra og andlegra einkenna sem þeir urðu varir við,“ segir meðal annars í greininni.

Í tilfelli eins fangans kom í ljós að hann íhugaði að fyrirfara sér, þjáðist af minnisglöpum og tíðum martröðum. Fanganum voru gefin þunglyndislyf og honum sagt að „slaka meira á“ þegar fangaverðir sýndu honum hörku.

Varnarmálaráðuneytið bandaríska vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert