Segja liðsmann al-Qaeda hafa starfað fyrir MI6

Frá Lundúnum.
Frá Lundúnum. Reuters

Breska blaðið The Guar­di­an seg­ist hafa séð Wiki­leaks skjöl þar sem fram kem­ur að meint­ur liðsmaður al-Qa­eda hryðju­verka­sam­tak­anna hafi verið upp­ljóstr­ari bresku leyniþjón­ust­unn­ar MI6. Maður­inn er grunaður um að hafa staðið á bak við sprengju­árás­ir í Pak­ist­an árið 2002.

Fram kem­ur að Adil Hadi al Jazairi Bin Hamlili, sem er frá Als­ír, hafi verið í haldi í fang­elsi Banda­ríkja­hers við Guant­ana­mó flóa á Kúbu árið 2003. Þá seg­ir að hon­um hafi verið sleppt í fyrra þegar hann fór til heima­lands­ins.

Í Wiki­leaks skjöl­un­um er Hamlili lýst sem laun­morðingja. Seg­ir að banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hafi talið að hann hafi einnig verið upp­ljóstr­ari bresku leyniþjón­ust­unn­ar. 

Greint er frá þessu í kjöl­far frétta Daily Tel­egraph af öðrum leyniskjöl­um sem benda til þess að London sé miðdep­ill alþjóðlegra hryðju­verka­hópa.

Talið er að skjöl­in sem Daily Tel­egraph hafa und­ir hönd­um eigi einnig ræt­ur að rekja til Wiki­leaks. Þar seg­ir að Fins­bury Park mosk­an í norður­hluta Lund­úna sé at­hvarf fyr­ir öfga­hópa.

Frétta­skýr­andi BBC seg­ir að þetta líti ekki vel út fyr­ir MI6.

Frétt Guar­di­an.

Höfuðstöðvar MI6 í London.
Höfuðstöðvar MI6 í London.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert