Segja liðsmann al-Qaeda hafa starfað fyrir MI6

Frá Lundúnum.
Frá Lundúnum. Reuters

Breska blaðið The Guardian segist hafa séð Wikileaks skjöl þar sem fram kemur að meintur liðsmaður al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hafi verið uppljóstrari bresku leyniþjónustunnar MI6. Maðurinn er grunaður um að hafa staðið á bak við sprengjuárásir í Pakistan árið 2002.

Fram kemur að Adil Hadi al Jazairi Bin Hamlili, sem er frá Alsír, hafi verið í haldi í fangelsi Bandaríkjahers við Guantanamó flóa á Kúbu árið 2003. Þá segir að honum hafi verið sleppt í fyrra þegar hann fór til heimalandsins.

Í Wikileaks skjölunum er Hamlili lýst sem launmorðingja. Segir að bandarískir embættismenn hafi talið að hann hafi einnig verið uppljóstrari bresku leyniþjónustunnar. 

Greint er frá þessu í kjölfar frétta Daily Telegraph af öðrum leyniskjölum sem benda til þess að London sé miðdepill alþjóðlegra hryðjuverkahópa.

Talið er að skjölin sem Daily Telegraph hafa undir höndum eigi einnig rætur að rekja til Wikileaks. Þar segir að Finsbury Park moskan í norðurhluta Lundúna sé athvarf fyrir öfgahópa.

Fréttaskýrandi BBC segir að þetta líti ekki vel út fyrir MI6.

Frétt Guardian.

Höfuðstöðvar MI6 í London.
Höfuðstöðvar MI6 í London.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert