Tjaldað við Westminster Abbey

00:00
00:00

Áhuga­fólk um brúðkaup þeirra Vil­hjálms Bretaprins og Kate Middlet­on flykk­ist nú til London í von um að sjá þeim bregða fyr­ir. Tjald­búðir hafa verið reist­ar í ná­grenni West­minster Abbey.

Veðrið hef­ur verið tjald­bú­um hliðhollt, en lítið hef­ur rignt að und­an­förnu. Einn tjald­bú­anna, John Loug­hrey, sem einnig gisti í tjaldi þegar for­eldr­ar Vil­hjálms, þau Karl og Dí­ana gengu í það heil­aga, seg­ir að lítið sé um svefn í tjald­inu. Það sé þó ekki vegna þess að næt­urstaður­inn er hörð gang­stétt­in, held­ur síg­ur hon­um ekki blund­ur á brá vegna spennu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka