250 látnir í Bandaríkjunum

00:00
00:00

Heilu bæ­irn­ir hafa verið lagðir í rúst­ir í sex ríkj­um Banda­ríkj­anna í versta óveðri sem geisað hef­ur í land­inu í fjóra ára­tugi en því hafa fylgt fjöldi mjög stórra skýstróka. Til­kynn­ing­ar hafa borist banda­rísk­um stjórn­völd­um um nærri 300 skýstróka síðan óveðrið hófst sl. föstu­dag og þar af helm­ing­ur­inn í gær miðviku­dag.

Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir af rík­is­stjór­um Ala­bama, Ark­ans­as, Georgíu, Kentucky, Mississippi, Mis­souri, Okla­homa og Tenn­essee. Talið er að að minnsta kosti 250 manns hafi látið lífið í óveðrun­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert