250 látnir í Bandaríkjunum

Heilu bæirnir hafa verið lagðir í rústir í sex ríkjum Bandaríkjanna í versta óveðri sem geisað hefur í landinu í fjóra áratugi en því hafa fylgt fjöldi mjög stórra skýstróka. Tilkynningar hafa borist bandarískum stjórnvöldum um nærri 300 skýstróka síðan óveðrið hófst sl. föstudag og þar af helmingurinn í gær miðvikudag.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir af ríkisstjórum Alabama, Arkansas, Georgíu, Kentucky, Mississippi, Missouri, Oklahoma og Tennessee. Talið er að að minnsta kosti 250 manns hafi látið lífið í óveðrunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert