Fjölmiðlar kynni sér aðstæður Mannings

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Reuters

Banda­ríkja­her hef­ur ákveðið að leyfa fjöl­miðlum að skoða herfang­elsi í Kans­as þar sem hermaður­inn Bra­dley Mann­ing, sem er grunaður um að hafa lekið rík­is­leynd­ar­mál­um til Wiki­Leaks, er vistaður.

Í síðustu viku var Mann­ing flutt­ur frá Mar­ine fang­els­inu í Quantico í Virg­in­íu til Fort Lea­venworth í kjöl­far ásak­ana um illa meðferð.

Of­urst­inn Tom Coll­ins, talsmaður Banda­ríkja­hers, seg­ir að í skoðun­ar­ferðinni muni fjöl­miðlum gef­ast tæki­færi að sjá þær aðstæður sem Mann­ing búi við. Coll­ins seg­ir að það liggi í aug­um uppi að kring­um­stæður Mann­ings séu óvenju­leg­ar.

Mann­ing þarf, líkt og aðrir fang­ar, að und­ir­gang­ast sér­fræðimat áður en rétt­ar­höld geta haf­ist. And­leg heilsa hans er á meðal þess sem verður kannað. Þá mun liggja fyr­ir hvort hann sé sak­hæf­ur og rétt­ar­höld geti þá haf­ist. Coll­ins seg­ir að þeirri vinnu muni brátt ljúka. 

Mann­ing er grunaður um að hafa kom­ist yfir leyniskjöl þegar hann starfaði við grein­ingu á leyniþjón­ustu­upp­lýs­ing­um í Írak. Ákæru­liðirn­ir eru tæp­lega 20, en hann er m.a. ákærður fyr­ir að aðstoða óvin­inn. Verði hann fund­inn sek­ur um um þann lið ákær­unn­ar gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefs­ingu eða lífstíðarfang­elsi.

Bradley Manning.
Bra­dley Mann­ing.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka