Bein útsending frá brúðkaupi

Hægt er að fylgjast með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton beint á netinu gegnum opinbera vefsíðu bresku konungsfjölskyldunnar, The royal channel. Hófst útsending þar klukkan 9.

Tímasetning helstu viðburða dagsins ( að íslenskum tíma):

  • 7:15: Gestirnir koma í Westminster Abbey dómkirkjuna, þar sem brúðkaupið fer fram.
  • 8:50 Þjóðhöfðingjar (aðrir en konungbornir) og sendiherrar erlendra ríkja koma til Westminster Abbey.
  • 9:10 Vilhjálmur prins yfirgefur Clarence House ásamt svaramanni sínum og bróður, Harry prins. Faðir þeirra, Karl Bretaprins, er búsettur þar.
  • 9:15 Prinsarnir koma til kirkjunnar.
  • 9:20 Meðlimir erlendra konungsfjölskyldna koma til Westminster Abbey frá Buckingham höll.
  • 9:27  Carole, móðir Kate og James bróðir brúðarinnar koma til kirkjunnar.
  • 9:30 Ættingjar Vilhjálms úr bresku konungsfjölskyldunni koma til kirkjunnar.
  • 9:40 Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins fara frá Buckingham höll og halda af stað til kirkjunnar. Á sama tíma koma í kirkjuna: Andrés prins, dætur hans Beatrice og Eugeni, Játvarður prins og eiginkona hans Sophie, Anna prinsessa og eiginmaður hennar Timothy Laurence.
  • 9:42 Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla koma til kirkjunnar frá heimili sínu í Clarence House.
  • 9:45 Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins koma í kirkjuna.
  • 9:51 Kate Middleton yfirgefur Goring hótelið í London ásamt föður sínum og þau halda af stað til kirkjunnar.
  • 9:55 Brúðarmeyjar og -sveinar koma í kirkjuna. Þau koma einnig frá Goring hótelinu.
  • 10:00 Brúðurin kemur í kirkjuna ásamt föður sínum og athöfnin hefst.
  • 11:15 Brúðhjónin koma út úr kirkjunni og stíga upp í hestvagn frá árinu 1902. Þau aka til Buckingham hallar og drottningin ekur í humátt á eftir þeim.
  • 11:30 Brúðhjónin koma, ásamt fylgdarliði, til Buckingham  hallar. Nokkru síðar koma aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar og meðlimir erlendra konungsfjölskyldna.
  • 11:40 Gestir brúðkaupsveislunnar koma til Buckingham hallar.
  • 12:25 Vilhjálmur og Kate koma út á svalir Buckingham hallar, ásamt fjölskyldum sínum.
  • 12:30 Konungsfjölskyldan fylgist með hátíðaflugsýningu Konunglega flughersins, áður en þau halda áfram veisluhöldum þar sem 600 gestum er boðið.
  • 17:00 Einkaveisla fyrir 300 gesti í Buckingham höll.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka