Vatn sem er notað til að kæla kjarnakljúf kjarnorkuvers við Tarragona á Spáni lak óvænt á svæði þar sem 14 starfsmenn versins voru við störf. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu og segja að þetta hafi gerst í vikunni.
Spænska dagblaðið El Pais segir að starfsmennirnir hafi ekki orðið fyrir alvarlegri geislun.
Fyrirtækið Anav sem rekur Asco 1 kjarnorkuverið sendi frá sér yfirlýsingu, sem er dagsett sl. fimmtudag, að loka hafi opnast og um 25 kúbikmetrar af kælivatni hafi lekið ofan í laug í byggingunni þar sem starfsmennirnir voru. Anav segir að eftirlitsaðilum hafi verið greint frá þessu.
Full starfsemi var ekki í kjarnakljúfinum þegar þetta gerðist.
AP-fréttastofan segir á árið 2008 hafi geislavirkni mælst í ytra byrði kjarnorkuversins.