Jarðskjálfti í Panama

Snarp­ur jarðskjálfti varð í Panama snemma í morg­un, en skjálft­inn mæld­ist 6,1 stig sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá banda­rísku jarðvís­inda­stofn­unni. Ekki hafa borist frétt­ir af mann- eða eigna­tjóni.

Skjálftamiðjan var um 179 km suður af borg­inni Dav­id, sem ligg­ur við landa­mæri Kosta Ríka. Skjálft­inn var kl. 3:19 að staðar­tíma (kl. 8:19 að ís­lensk­um tíma).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert