Sonur Gaddafis féll í loftárás

Herþotur NATO gerðu loftárás á líbísku borgina Misrata í kvöld. Fréttamaður í borginni segir að 13 öflugar sprengingar hafi heyrst. Þá hefur talsmaður ríkisstjórnarinnar greint frá því að yngsti sonur Gaddafis hafi látist í loftárás bandalagsins í höfuðborginni Trípólí.

Talsmaður stjórnvalda segir að Múammar Gaddafi Líbíuleiðtogi hafi verið í húsinu sem sem ráðist hafi verið á, en að hann hafi sloppið ómeiddur.

Sonur hans, hinn 29 ára gamli Saif al-Arab, lést hins vegar og þrjú barnabörn leiðtogans. Saif al-Arab er yngstur sex sona Gaddafis.

Fyrsta sprengingin í borginni Misrata varð um kl. 22:30 að staðartíma (20:30 að íslenskum tíma) og fylgdu hinar á eftir næstu 10 mínúturnar, en árásirnar voru gerðar í úthverfum í vestur- og suðvesturhluta Misrata. Borgin er sú þriðja stærsta í landinu en alls býr um hálf milljón manna í borginni.

Undanfarnar vikur hafa hersveitir Gaddafis setið um borgina en talið er að hermenn Líbíuleiðtogans hafi verið búnir að koma sér fyrir á þeim stöðum þar sem loftárásirnar voru gerðar.

Nokkrar NATO herþotur flugu yfir borgina á sama tíma og sprengingarnar urðu.

Hörð átök brutust á svæði sem liggur á milli flugvallarins og miðborgarinnar í gær þegar stjórnarhersveitir, með stuðningi skriðdreka, sóttu fram.

Á mánudag í síðustu viku tókst uppreisnarmönnum að flæma hersveitir Gaddafis út úr borginni. Harðir bardagar hafa staðið yfir í borginni í margar vikur.

Skemmdir á heimili Saif al-Arab, sem stjórnvöld í Líbíu segja …
Skemmdir á heimili Saif al-Arab, sem stjórnvöld í Líbíu segja að herþotur NATO hafi valdið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert