Yfir 340 látnir í Bandaríkjunum

Börn virða fyrir sér skemmdirnar í Tuscaloosa.
Börn virða fyrir sér skemmdirnar í Tuscaloosa. Reuters

Tala látinna hefur farið hækkandi í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem skýstrókar hafa farið yfir og ollið eyðileggingu. Að sögn yfiralda er staðfest að 340 hafi látist. Eyðileggingin sem skýstrókarnir hafa valdið er með því versta sem gerst hefur í sögu landsins.

Hermenn og björgunarsveitir leita nú að líkum og fólki á lífi.

Alls var tilkynnt um rúmlega 200 skýstróka í sex ríkjum Bandaríkjanna sl. þriðjudag og miðvikudag.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heimsótti borgina Tucaloosa í Alabama í gær, en ríkið varð verst úti í óveðrinu. Obama sagðist aldrei hafa séð aðra eins eyðileggingu og lofaði að aðstoða íbúana. 

Á þessari gervihnattaljósmynd, sem sýnir borgina Tuscaloosa, sést brún rák …
Á þessari gervihnattaljósmynd, sem sýnir borgina Tuscaloosa, sést brún rák liggja þvert yfir borgina, sem sýnir leiðina sem skýstrókurinn fór og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert