Danir ánægðastir með lífið

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar

Danir eru ánægðastir þjóða með lífið og tilveruna samkvæmt úttekt Gallup fyrir árið 2010 en samkvæmt henni segjast 72% íbúa Danmerkur hafa það ágætt. Úttektin náði til 124 landa í heiminum. Danir voru einnig efstir á listanum fyrir ári.

Einungis 19 landanna voru yfir 50% á meðan 67 þeirra voru undir 25%. Meðaltalið var aðeins 21% sem er það sama og fyrir ári síðan. Þátttakendur voru beðnir um að leggja mat á núverandi lífsgæði sín og hvernig þeir teldu að þau yrðu að liðnum fimm árum.

Næst á eftir Dönum komu Svíar og Kanadamenn með 69%. Bandaríkjamenn voru hins vegar í 12. sæti með 59%. Miðað við heimsálfur komu þjóðir Norður- og Suður-Ameríka best út saman með 39% að meðaltali. Þjóðir Evrópu voru með 28%. þjóðir Asíu 18% og Afríku 10%.

Þess má geta að Ísland er ekki eitt þeirra 124 landa sem skoðuð voru í úttektinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert