Leitarmenn hafa fundið annan af tveimur flugritum Air France farþegaþotu sem fórst í Atlantshafi árið 2009, þegar hún var að fljúga á milli Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi.
Franska slysarannsóknastofnunin BEA greindi frá þessu, en hún hefur yfirumsjón með rannsókn málsins. 228 létust þegar vélin, sem var af gerðinni Airbus A330 fórst.
BEA sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Þar segir að flugritinn sé heill.
Sl. miðvikudag var greint frá því að hluti af flugritanum hefði fundist, en ekki sá hluti sem geymdi mikilvægustu upplýsingarnar.
Nú hefur BEA hins vegar tekist að finna annan flugritann