Tugþúsundir söfnuðust saman á götum úti í Srí Lanka í dag til að mótmæla skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um borgarastyrjöldina í landinu. Þar segir hefja eigi rannsókn á meintum stríðsglæpum stjórnarhersins og uppreisnarmenn úr röðum tamíl tígra.
Stuðningsmenn stjórnvalda komu saman í Colombo, höfuðborg Srí Lanka. Þeir héldu á mótmælaspjöldum þar sem yfirmenn SÞ, m.a. framkvæmdastjórinn Ban Ki-moon, voru harðlega gagnrýndir, að því er segir á vef breska útvarpsins.
Fram kemur í skýrslunni, sem var birt í síðustu viku, að hernaðaraðgerðir stjórnarhermanna hafi leitt til þess að tugir þúsunda úr röðum óbreyttra borgara hafi látið lífið. Í skýrslunni segir ennfremur að tamíl tígrarnir hafi notað saklaust fólk sem mannlega skildi.
Ríkisstjórn Srí Lanka neitar þessum ásökunum.
Mahinda Rajapaksa, forseti landsins, ávarpaði mannfjöldann í dag. Hann sagði að Srí Lanka myndi ekki láta undan erlendum þrýstingi.