Staðfestir andlát Saif al-Arab

Börn standa við byggingu sem stjórnvöld í Líbíu segja að …
Börn standa við byggingu sem stjórnvöld í Líbíu segja að hafi eyðilagst í loftárásum NATO. Reuters

Giovanni Martinelli, biskup í Trípólí, hefur staðfest að Saif al-Arab, sonur Múammars Gaddafins Líbíuleiðtoga, sé látinn. Þetta sagði Martinelli í viðtali við ítalska sjónvarpið í dag. Hann hvatti menn til að semja um vopnahlé.

„Ég get staðfset að sonur leiðtogans er látinn,“ sagði Martinelli sem stóð ásamt öðrum trúarleiðtogum við þrjú lík. Búið var að leggja klæði og fána á líkin.

Martinelli bað NATO, Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðlega samfélagið um að binda enda á loftárásirnar í Líbíu. Þau sýni Gaddafi mannúð.

Hann segir að Gaddafi hafi verndar kristna menn og kaþólikka í Líbíu.

„Hann er góður vinur og við verðum að aðstoða hann við að koma viðræðum af stað [við alþjóðasamfélagið],“ segir biskupinn, sem hefur verið búsettur í Líbíu í rúm 30 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert