Æstur múgur réðist á skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í dag. Í kjölfar árásarinnar hefur SÞ ákveðið að flytja starfsfólk sitt á brott.
Ráðist var á byggingar SÞ í borginni og erlend sendiráð, en margir íbúar eru mjög reiðir vegna frétta um að sonur Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga hafi látist í loftárás NATO.
Starfsmaður SÞ segir í samtali við BBV að starfsmennirnir muni yfirgefa Líbíu. Ákvörðunin verði svo endurskoðuð í næstu viku.
Þá hafa bresk stjórnvöld vísað sendiherra Líbíu úr landi eftir að ráðist hafði verið á sendiráð Bretlands.
Ítalir hafa fordæmt árás sem var gerð á þeirra sendiráð, sem þeir segja að séu skemmdarverk