„Betri heimur án hans“

Stjórnvöld í Ísrael fagna dauða Osama Bin Ladens og segja hann sigur fyrir Bandaríkin og bandamenn þeirra. Palestínskir ráðamenn segja dauða hryðjuverkaleiðtogans „af hinu góða fyrir sakir friðarins“ samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

„Þetta er mikið afrek fyrir öryggissveitir Bandaríkjanna. Þetta er mikið afrek fyrir Obama forseta Bandaríkjanna. Heimurinn verður betri heimur án hans. Það þýðir ekki að þetta séu endalok allra hryðjuverka og allrar hættu. En sá sem var stórkostlegur morðingi fékk að lokum makleg málagjöld,“ sagði forseti Ísraels Shimon Peres.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert