Bin Laden, Saddam og Hitler

Forsíða á aukablaði Time.
Forsíða á aukablaði Time. Reuters

Bandaríska fréttatímaritið Time mun gefa út aukablað með forsíðumynd af Osama bin Laden þar sem rautt X hefur verið sett yfir andlitið. Tímaritið hefur gert þetta þrisvar áður, þegar Adolf Hitler, Saddam Hussein og  Abu Musab al-Zarqawi létu lífið.

Time segir, að blaðið, sem eingöngu mun fjalla dauða bin Ladens, muni koma út á fimmtudag.  

Time gaf út svipuð aukablöð í maí 1945, þegar Adolf Hitler, einræðisherra Þýskalands, lét lífið, í apríl 2003 eftir að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, var tekinn af lífi, og í júní 2006 þegar  Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Írak, lét lífið.

Bandaríska dagblaðið New York Times sagði í kvöld, að upplag blaðsins á morgun yrði aukið um 165 þúsund eintök þar sem ljóst væri að margir vildu lesa um aðgerðir bandarísku sérsveitarmannanna í Pakistan.

Þá sagði blaðið, að í umfjölluninni væri ekki vísað til hryðjuverkaleiðtogans sem hr. bin Ladens, eins og venja Times er heldur aðeins talað um Osama bin Laden.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert