Interpol á varðbergi

Merki Interpol
Merki Interpol

Alþjóðalögreglan Interpol hefur farið fram á það við þjóðir heims að þær geri auknar öryggisráðstafanir og varar við því að dauði Osama bin Ladens gæti vakið hörð viðbrögð víða um heim.

Ronald Noble, yfirmaður Interpol, segir að hætta sé á að hryðjuverkasamtökin  Al-Qaeda láti til sín taka. „Helsti hryðjuverkamaður heims er látinn. En Al-Qaeda er ennþá til staðar og mun áfram fremja hryðjuverk víða um heim,“ sagði Noble í morgun og sagði ekki ólíklegt að samtökin myndu sýna fram á að þau væru ennþá starfandi, þrátt fyrir fráfall leiðtogans.

„Við verðum því að standa saman í baráttu okkar gegn hryðjuverkaógninnni.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert