Líki bin Laden sökkt í sæ

Dauði Osama bin Laden var aðalfréttin um allan heim í …
Dauði Osama bin Laden var aðalfréttin um allan heim í morgun. Þessi mynd var tekin í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Reuters

Banda­rísk­ur emb­ætt­ismaður seg­ir, að þess hafi verið gætt að farið væri með lík hryðju­verka­leiðtog­ans Osama bin Land­es í sam­ræmi við íslamsk­ar hefðir. Þá hafi út­för bin Ladens þegar farið fram á sjó og líki hans sökkt í sæ.  

Sam­kvæmt ís­lömsk­um hefðum eru lík greftruð ekki síðar en sól­ar­hringi eft­ir and­lát. Hátt­sett­ir banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn sögðu, að erfitt hefði verið að finna ríki sem vildi taka við jarðnesk­um leif­um Osama bin Ladens eft­ir að banda­rísk­ir sér­sveit­ar­menn felldu hann í Pak­ist­an í gær­kvöldi. Þess vegna hafi Banda­ríkja­stjórn ákveðið að út­för­in skyldi fara fram á hafi úti.  

Emb­ætt­ismaður­inn vildi ekki upp­lýsa hvar út­för­in hefði farið fram. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert