Lýsti árásinni án þess að vita það

Fréttir af dauðsfalli Osama bin Laden hafa farið eins og …
Fréttir af dauðsfalli Osama bin Laden hafa farið eins og stormsveipur um heimsbyggðina Reuters

Sohaib Athar sat við tölvuna á netkaffihúsi sínu í Abbottabad og lýsti því sem hann hélt að gæti jafnvel verið heræfing í grenndinni.

Hið rétta er auðvitað það að hann var að lýsa aðför bandarískra sérsveitarmanna að Osama bin Laden, sem hafðist við í grenndinni.

„Þyrla á sveimi yfir Abbottabad klukkan 1 eftir miðnætti (sjaldgæf uppákoma)“ skrifaði Athar á Twitter-síðu sína. Skömmu síðar lýsir hann því hvernig rúðurnar nötra eftir háværa sprengingu í grenndinni.

„Þar sem talibanar eiga (líklega) ekki okkar þyrlur, og þeir segja að þær séu ekki [pakistanskar] hlýtur þetta að vera flókin staða,“ skrifaði hann í kjölfarið. Í kjölfarið greinir hann frá því að þyrla hafi verið skotin niður, en önnur þyrla sé á sveimi og að flugvél hafi bæst í loftfaraflotann.

„Upplýsingar frá leigubílstjóra: Herinn hefur lokað svæðinu í kringum brotlendinguna og fer nú hús úr húsi í grenndinni,“ skrifar Athar um 7 klukkustundum eftir að hann greindi frá fyrsta hvellinum. Í kjölfarið fara fréttir af því sem raunverulega átti sér stað að berast.

„Ó nei, nú er ég orðinn maðurinn sem bloggaði um árásina á Osama í beinni,“ segir Athar síðan undir morgun. „Hér koma tölvupóstarnir frá heimspressunni... *andvarp*“

Twitter-síða Sohaib Athar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert