Osama bin Laden allur

00:00
00:00

Hryðju­verka­leiðtog­inn Osama bin Laden er lát­inn, en hann lést í gær eft­ir skot­b­ar­daga við banda­ríska sér­sveit­ar­menn í Pak­ist­an. Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, sagði í nótt að rétt­læt­inu hefði verið full­nægt, ára­tug eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar á Banda­rík­in 11. sept­em­ber.

Obama til­kynnti þegar í ræðu í Hvíta hús­inu í nótt. Mik­ill mann­fjöldi safnaðist sam­an utan við Hvíta húsið í Washingt­on um miðnætti að banda­rísk­um tíma. Veifaði fólkið fán­um og hrópaði: Banda­rík­in, Banda­rík­in. 

„Í kvöld ég skýrt banda­rísku þjóðinni og heim­in­um frá því að Banda­rík­in hafa staðið fyr­ir aðgerð þar sem Osama bin Laden, leiðtogi Al-Qa­eda og hryðju­verkamaður sem ber ábyrgð á morðum á þúsund sak­lausra, karla, kvenna og barna, var drep­inn," sagði Obama.

For­set­inn sagðist hafa skipað banda­rísk­um sér­sveit­um að ráðast á bækistöðvar bin Ladens í Ab­botta­bad í Pak­ist­an en vís­bend­ing­ar höfðu borist um það í ág­úst að bin Ladin hefðist þar við.

Fá­menn­ur hóp­ur sér­sveit­ar­manna hefðu gert árás­ina. Eng­an þeirra hefði sakað og þess hefði verið gætt að eng­inn óbreytt­ur borg­ari léti lífið. Til skot­b­ar­daga kom, Osama bin Laden hefði fallið og Banda­ríkja­menn hefðu haft lík hans á brott með sér. 

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn sögðu, að auk bin Ladens hefðu þrír karl­menn og kona látið lífið í árás­inni, þar á meðal son­ur hryðju­verka­leiðtog­ans. Tveir mann­anna störfuðu sem sendi­boðar fyr­ir bin Laden. Kon­an lét lífið þegar einn karl­mann­anna reyndi að  nota hana sem skjöld. Tvær kon­ur til viðbót­ar særðust.

Sagði emb­ætt­ismaður­inn, að skot­b­ar­dag­inn hefði staðið í um 40 mín­út­ur.

Obama varaði jafn­framt við því, að hryðju­verka­sam­tök­in Al-Qa­eda muni áfram reyna að gera árás­ir á Banda­rík­in þrátt fyr­ir frá­falls bin Ladens.

Geor­ge W. Bush, sem var Banda­ríkja­for­seti þegar hryðju­verka­árás­irn­ar voru gerðar, sagði í nótt að þetta væru afar þýðing­ar­mikið af­rek. Óskaði hann Obama og banda­rísku leyniþjónust­inni til ham­ingju. 

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­ands, sagði í nótt að fólki um all­an heim væri létt að heyra þess­ar frétt­ir.  

Pak­ist­anska leyniþjón­ust­an staðfesti einnig, að bin Laden væri all­ur. Obama sagðist hafa hringt í Asif Ali Zar­dari, for­seta Pak­ist­ans, eft­ir aðgerðina og bætti við að sam­vinna við Pak­ist­ana hefði leitt banda­rísku leyniþjón­ust­una á sporið. 

Mynd af Osama bin Laden frá 1998.
Mynd af Osama bin Laden frá 1998.
Stór hópur fólks safnaðist saman framan við Hvíta húsið í …
Stór hóp­ur fólks safnaðist sam­an fram­an við Hvíta húsið í Washingt­on í nótt þegar frétt­ir bár­ust af því að Osama bin Laden væri all­ur. Reu­ters
Osama bin Laden með Ayman al-Zawahiri, næstráðanda sínum.
Osama bin Laden með Aym­an al-Zawahiri, næ­stráðanda sín­um. Reu­ters
Turnar World Trade Center í New York brenna eftir að …
Turn­ar World Tra­de Center í New York brenna eft­ir að flug­vél­um var flogið á þá 11. sept­em­ber 2001. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert