Reyndi að nota eiginkonuna sem skjöld

Ein af eiginkonum hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens lét lífið þegar bandarískir sérsveitarmenn réðust til inngöngu í hús hans í Pakistan í gærkvöldi. Að sögn bandarísks embættismanns reyndi bin Laden að nota konu sína sem skjöld.

„Það var fjölskylda í byggingunni og þar var kona, sem mun hafa verið látin reyna að skýla bin Laden fyrir skothríðinni," sagði   John Brennan, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta varðandi hryðjuverkavarnir.  

Þegar Brennan var á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld hvort konan, sem lét lífið í árásinni í Abbottabad í Pakistan, hafi verið ein af eiginkonum bin Ladens, svaraði hann: „Mér skilst það."  

Hann sagði ekki ljóst hvort bin Laden sjálfur eða sonur hans hefði ýtt konunni fram fyrir hryðjuverkaleiðtogann eða hvort hún hefði gert það sjálfviljug. Þá sé ekki heldur ljóst hvort bin Laden skaut af byssu í átökunum.

„Eins og ég sé þetta bjó bin Laden, sem hefur hvatt til árása, í rándýru húsi langt frá víglínunni og felur sig á bak við konur, sem voru látnar skýla honum," sagði Brennan.  

„Ég held að það undirstriki þann hola hljóm, sem var í áróðri bin Ladens gegnum árin, að hann var þarna í felum á meðan aðrir sáu um árásirnar. Ég held að þetta afhjúpi eðli hans.

Auk bin Ladens og eiginkonu hans létu lífið tveir bræður, sem taldir eru hafa verið þjónar hans, og uppkominn sonur hans.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert