Sagðir hafa varað Bin Laden við

Byggingin þar sem bin Laden dvaldi þegar hann var drepinn.
Byggingin þar sem bin Laden dvaldi þegar hann var drepinn. Reuters

Ef marka má gögn sem uppljóstranasíðan Wikileaks hefur birt aðstoðuðu pakistanskir leyniþjónustumenn hryðjuverkaleiðtoganum Osama Bin Laden við að komast undan Bandaríkjamönnum í áratug með því að láta hann vita þegar bandarískir hermenn voru í nágrenninu.

Samkvæmt gögnunum var bandarískum embættismönnum tjáð að þetta hafi verið ein af ástæðum þess að Bandaríkjamönnum hafði fram að því ekki tekist að hafa hendur í hári Bin Ladens.

Þá er því einnig haldið fram í gögnunum að pakistanska leyniþjónustan hafi smyglað hryðjuverkamönnum á vegum al-Qaeda í gegnum öryggisleit á flugvöllum til þess að forða þeim frá handtökum og jafnvel sent sérstaka sveit til Afganistan til þess að berjast með Talibönum.

Ljóst þykir að gögnin muni auka enn á þá tortryggni sem er til staðar í garð stjórnvalda í Pakistan og vilja þeirra til þess að berjast gegn al-Qaeda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert