Stríðið gegn hryðjuverkum heldur áfram

Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa í dag tjáð sig um lát Osama Bin Laden. 

Hamid Karzai, forseti Afganistan, sagðist vona að Talibanar myndu læra af þessu og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að þessar fréttir væru gleðitíðindi fyrir alla Breta. Hafa yrði í huga að þetta þýddi þó ekki endalok hryðjuverka og að fyllsta ástæða væri til að hafa áfram varann á.

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, sagði að stríðinu gegn hryðjuverkum væri hvergi nærri lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert