Styrkir stöðu Obama

Fólk safnaðist fyrir utan Hvíta húsið strax og fréttist af …
Fólk safnaðist fyrir utan Hvíta húsið strax og fréttist af dauða bin Landen. Reuters

Líklegt má telja að dauði Osama bin Laden eigi eftir að styrkja pólitíska stöðu Barack Obama og auka líkur á að hann verði endurkjörinn forseti Bandaríkjanna þegar kosningar fara fram á næsta ári.

Forveri Obama, George W. Bush, hafði lagt ofuráherslu á að ná bin Laden, en honum tókst það ekki þrátt fyrir mikla leit þau átta ár sem hann var forseti.

Leitin að bin Laden hvílir djúpt í bandarískri þjóðarsál. Fáeinum mínútum eftir að fréttist af dauða bin Laden tók fólk að safnast saman fyrir utan Hvíta húsið. Fólk fagnaði, veifaði fánum og kallaði „Bandaríkin, Bandaríkin.“

Obama hefur þurft að takast á við margvíslega erfiðleika bæði heima fyrir og erlendis. Efnahagsbatinn hefur látið bíða eftir sér og stríðið í Afganistan hefur gengið brösuglega. Að finna Osama bin Laden eru því kærkomnar fréttir fyrir Obama.

Þessi niðurstaða þýðir að það verður erfiðara fyrir pólitíska andstæðinga Obama að halda því fram að hann sé ekki nægilega harður í baráttu gegn hryðjuverkum eða að hann standa sig illa sem yfirmaður hersins. 

Barack Obama
Barack Obama Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert