Óttast hefndaraðgerðir Al-Qaeda

Osama bin Laden, fyrrum leiðtogi Al-Qaeda.
Osama bin Laden, fyrrum leiðtogi Al-Qaeda. mbl.is

Öryggisstig hefur verið hækkað bæði á Filippseyjum og í Japan eftir dauða Osama bin Laden. Ástæðan er ótti við viðbrögð Al-Qaeda.

„Dauði Osama bin Ladens er ósigur fyrir hryðjuverkaöfl,“ sagði Benigno Aquino, forseti Filippseyja í morgun.

Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir á Filippseyjum frá árinu 2001 til að aðstoð her landsins við baráttuna við Abu Sayyaf samtökin, sem eru systursamtök Al-Qaeda.

Varnarmálaráðherra Japans, Toshimi Kitazawa, sagði í morgun að erfitt væri að spá fyrir um hvaða  hefndaraðgerðir gætu komið í kjölfar dauða bin Ladens, en öryggisstig í landinu yrði hækkað.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert