Obama vinsæll sem aldrei fyrr

Dauði Osama bin Ladens eykur vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta, en það gæti orðið skammgóður  vermir.

Obama hefur að undanförnu verið gagnrýndur fyrir að hika við að taka afstöðu í málefnum Araba- og Afríkuríkja, þar sem mótmælt hefur verið síðan í janúar.

Handtaka og dauði Osama bin Ladens þykir hafa styrkt stöðu forsetans allverulega, en margir hafa sakað hann um veiklyndi.

Stjórnmálaskýrendur segja áhugavert að fylgjast með því hvort þetta gagnist honum í næstu forsetakosningum sem verða eftir rúmt ár.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert