Þakkaði Bush en ekki Obama

Sarah Palin, fyrrum varaforsetafambjóðandi í Bandaríkjunum.
Sarah Palin, fyrrum varaforsetafambjóðandi í Bandaríkjunum. Reuters

Í ræðu sem hún flutti í gærkvöldi í Colorado í Bandaríkjunum brást Sarah Palin, fyrrum ríkisstjóri Alaska og varaforsetaframbjóðandi, við fréttum af dauða hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens með því að þakka George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Palin skírskotaði einnig til núverandi forseta Bandaríkjanna í ræðu sinni en nefndi hann þó ekki á nafn. Í ræðunni sagði hún:

„Gærdagurinn var vitnisburður um skuldbindingu hersins til þess að leita án hvíldar uppi óvininn öll þessi ár ófriðar. Og við þökkum forseta okkar. Við þökkum Bush forseta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert