„Við náðum honum“

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og nánustu samstarfsmenn hans fylgdust með árásinni á verustað hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens í beinni útsendingu þegar hún átti sér stað. Myndavélar voru bæði í herþyrlum og á hjálmum a.m.k. einhverra af sérsveitarmönnunum sem tóku þátt í árásinni. 

Á meðal þeirra sem horfðu á árásina með Obama var varaforsetinn Joe Biden, utanríkisráðherrann Hillary Clinton og varnarmálaráðherrann Robert Gates. Andrúmsloftið var sagt hafa verið lævi blandið og spenna í loftinu. Þegar fram kom að bin Laden hefði verið drepinn sagði Obama við samstarfsfólks sitt: „Við náðum honum.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka