Birta ekki myndir af bin Laden

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að Hvíta húsið muni ekki birta myndir af líki hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens.

Þetta kom fram í fréttum bandarísku sjónvarpsstöðvanna NBC og CBS nú undir kvöld.

Obama sagði í viðtali við fréttaþáttinn 60 Minutes á CBS, sem sýnt verður á sunnudag, að hann muni ekki birta myndir af bin Laden, sem teknar voru til að sanna að hann væri látinn.

Bandarískir embættismenn, sem hafa séð myndirnar, segja að þær séu óhugnanlegar. Óttast er að verði myndirnar birtar muni þær valda mikilli reiði meðal múslima  og leiða til hefndaraðgerða gegn Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert