Með 500 evrur og símanúmer

00:00
00:00

Hryðju­verka­leiðtog­inn Osama bin Laden var með 500 evr­ur og tvö leyni­leg síma­núm­er saumuð í föt sín þegar hann var ráðinn af dög­um í Pak­ist­an á sunnu­dags­kvöld.

Breska sjón­varps­frétta­stof­an Sky News hef­ur þetta eft­ir banda­rísk­um emb­ætt­is­mönn­um. 

Sér­sveit­ar­menn­irn­ir, sem réðust inn í bygg­ing­una í Ab­botta­bad í Pak­ist­an, þar sem bin Laden dvald­ist, lögðu hald á mikið af tölvu­gögn­um í bygg­ing­unni. Hafa gögn verið send til höfuðstöðva banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar CIA í Langley í Virg­in­íu og tölvurn­ar sjálf­ar og harðir disk­ar eru á leiðinni þangað.

Lík bin Ladens var fyrst flutt í flug­skýli í Af­gan­ist­an og síðan um borð í her­skipið USS Carl Vin­son. Því var síðan sökkt í sæ í Ar­ab­íuflóa. Ein af eig­in­kon­um bin Ladens hafði þegar borið kennsl á líkið og DNA-rann­sókn á sýni úr lík­inu leiddi í ljós að lík­urn­ar á að það væri af bin Laden voru nærri 100%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert