Þýska tímaritið Spiegel segir á vef sínum í dag, að skuldakreppan í Grikklandi hafi leitt til þess, að grísk stjórnvöld séu að íhuga að hætta þátttöku í evrusamstarfinu. Grikkir bera þessar fréttir til baka.
Blaðið segir, að fjármálaráðherra evruríkjanna og fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins muni halda sérstakan fund um málið í Lúxemborg í kvöld.
Spiegel segist hafa eftir heimildarmönnum innan þýska stjórnkerfisins, að vandamál Grikklands séu orðin svo alvarleg, að George Papandreou, forsætisráðherra, telji sig ekki eiga annars úrskosti en að beta sér fyrir því að Grikkland hætti evrusamstarfinu og taki upp eigin gjaldmiðil aftur.
Grískur embættismaður segir hins vegar við AP fréttastofuna, að þessar fréttir séu rangar og að fjármálaráðuneyti landsins muni senda frá sér formlega yfirlýsingu síðar í dag þar sem fullyrðingunum verði vísað á bug.